Björgvin Páll: Ég er í fínni vinnu Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 20. janúar 2014 08:00 Björgvin Páll Gústavsson hefur varið 19 skot í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM í Danmörku og hefur því haft fullt af ástæðum til að fagna eins og hann gerir á myndinni hér fyrir ofan. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“ EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“
EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira