Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Þrátt fyrir að þjónusta túlka sé lögbundinn réttur á ýmsum sviðum samfélagsins eru mörg dæmi um misbrest á slíku. Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira