Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mótmælendur hafa látið í sér heyra á Austurvelli undanfarna daga og mótmælt því að ríkisstjórnin ætli að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fréttablaðið/Valli Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira