ESB virðist halda opnu fyrir Ísland Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. mars 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013. visir/epa Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira