Erlent

Fyrrum ráðgjafi Berlusconi handtekinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Marcello Dell'Utri árið 2010.
Marcello Dell'Utri árið 2010. Vísir/AFP
Marcello Dell‘Utri, æskuvinur og fyrrum ráðgjafi Silvio Berlusconi, var handtekinn í Líbanon í kvöld. Hann er grunaður um að hafa starfað sem tengiliður Berlusconi við Mafíuforingja á Sikiley.

Það er BBC sem greinir frá þessu. Dell'Utri var nýverið fundinn sekur af dómstólum á Ítalíu en eftir nokkra daga mun hæstiréttur landsins taka lokaákvörðun í máli hans. Ef hann er einnig fundinn sekur þar gæti hann þurft að eyða allt að sjö árum í fangelsi.

Samskipti þeirra Dell‘Utri og Berlusconi, sem gegndi þrisvar sinnum stöðu forsætisráðherra Ítalíu, við Mafíuna eiga að hafa átt sér stað áður en Berlusconi tók fyrst þátt í stjórnmálum. Ekki hefur verið réttað yfir forsætisráðherranum fyrrverandi í tengslum við málið.

Lýst hefur verið eftir Dell‘Utri frá því í gær. Ítölsk yfirvöld segja að þau muni sækjast eftir því að hann verði framseldur til heimalands síns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×