Erlent

Ástralíustjórn íhugar inngrip

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Í faðmið fjölskyldu Gammy heitir annar tvíburinn, sem skilinn var eftir hjá staðgöngumóðurinni og fjölskyldu hennar.fréttablaðið/AP
Í faðmið fjölskyldu Gammy heitir annar tvíburinn, sem skilinn var eftir hjá staðgöngumóðurinni og fjölskyldu hennar.fréttablaðið/AP
Áströlsk stjórnvöld íhuga nú að grípa inn í mál taílenskrar staðgöngumóður, sem tók að sér að eignast barn fyrir ástralskt par.

Konan fæddi tvíbura en annað barnið var með Downs-heilkenni og hjartagalla. Ástralska parið vildi hins vegar aðeins fá heilbrigða tvíburann. Staðgöngumóðirin sinnir nú barninu og sagði Scott Morrison, innanríkisráðherra Ástralíu, hana vera algera hetju og sannkallaðan dýrling.

Hann hefur nú haft samband við taílensk stjórnvöld í von um að eitthvað verði hægt að gera fyrir móðurina, en segir að löggjöf tengd málinu sé á afar gráu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×