Innlent

Vilja aðkomu Akureyrar

Sveinn Arnarsson skrifar
Akraneskaupstaður aðstoðaði fjárhagslega við flutning Landmælinga og hefur ráðuneytið bent Akureyrarkaupstað á þá leið.
Akraneskaupstaður aðstoðaði fjárhagslega við flutning Landmælinga og hefur ráðuneytið bent Akureyrarkaupstað á þá leið. Fréttablaðið/Valli
Sjávarútvegsráðuneytið tjáði Akureyrarkaupstað í óformlegum viðræðum að Akraneskaupstaður hefði tekið fjárhagslegan þátt í kostnaði við flutning Landmælinga Íslands á sínum tíma.

Ráðuneytið hefur ekki enn óskað formlega eftir að Akureyri taki fjárhagslega þátt í flutningi Fiskistofu. Flutningur stofnunarinnar er nú í undirbúningi og er stefnt á að meginþungi flutningsins eigi sér stað á árinu 2015.

Á Akureyri gætir nokkurrar undrunar með styrk sem ráðherra ætlar að veita starfsmönnum Fiskistofu, flytjist þeir með stofnuninni norður á Akureyri.

@kvót fréttasíður nafnogtitill:Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að í viðræðum við vinnuhópinn sem sér um flutning Fiskistofu hafi verið bent á að bæjaryfirvöld á Akranesi hafi tekið fjárhagslega þátt með einhverjum hætti í flutningi Landmælinga til Akraness á sínum tíma.

„Á fundi mínum með fulltrúum ráðgjafahóps um færslu Fiskistofu til Akureyrar var bent á að bæjaryfirvöld á Akranesi hefðu komið með fjárstuðning til starfsmanna vegna flutnings Landmælinga Íslands til Akraness. Með því var bent á fordæmi þess að sveitarfélag hefði stutt fjárhagslega við flutning stofnana ríkisins. Akureyrarbær hefur ekki tekið neina afstöðu til slíks stuðnings. Eins og ég hef áður greint frá þá sjáum við aðkomu sveitarfélagsins í þessum flutningum helst snúa að því að veita fólki upplýsingar og ráðgjöf um það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða,“ segir Eiríkur Björn sem kveður bæinn munu aðstoða starfsfólk Fiskistofu sem kjósi að flytja. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sem flestir starfsmenn Fiskistofu sjái tækifæri í því að flytja norður til Akureyrar,“ segir Eiríkur Björn.

Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, staðfestir að þessi umræða hafi átt sér stað.

„Við skoðuðum hvernig þessu var háttað á Akranesi á sínum tíma. Í gögnum sáum við að bæjaryfirvöld þar tóku þátt í flutningsstyrkjum og veittu ívilnanir sem snúa að leikskólamálum,“ segir Kristján sem kveður það nú í höndum Akureyrarbæjar að velta málinu fyrir sér.


Tengdar fréttir

„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“

Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með.

Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir

Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×