200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Hátt í 200 sérnámslæknar sem eru í námi erlendis og læknanemar á Íslandi ætla ekki að ráða sig til starfa hér á landi næsta sumar nema samið verði við lækna. Vísir/Getty Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira