Kröftuglega hamrað á girðingar lögreglu Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Talið er að um 4.500 manns hafi lagt leið sína á Austurvöll í gær. Fréttablaðið/Ernir Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem fram fóru á Austurvelli í gær en talið er að um 4.500 manns hafi verið á Austurvelli þegar mest lét. Mótmælin voru friðsamleg og var samstaðan mikil á milli manna en á staðnum mátti sjá fólk á öllum aldri. Lögreglan var þó við öllu búin og hafði sett upp grindverk fyrir framan Alþingishúsið. Fólk lét í sér heyra og lamdi og sparkaði meðal annars í grindverkið til að búa til eins konar mótmælaryþma. Þá var einnig lamið í potta og önnur búsáhöld og flugeldum skotið á loft. Á sjöunda þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þar sem þau voru boðuð. „Við erum ekki á neins vegum, þetta bara spratt upp á þremur dögum. Við erum bara að koma þarna til að finna hvert annað og finna samhug í réttlætiskennd og reiði. Vegna þess að okkur er misboðið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður sem er einn skipuleggjenda mótmælanna en hann flutti ávarp. Ríkisstjórnin mælist með afar lítið traust, aðeins tæplega 33 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent segjast styðja hana. Stuðningur við Framsóknarflokkinn, flokk forsætisráðherra, hefur einnig hrunið frá kosningum. Stjórnarþingmenn hafa síðustu daga furðað sig á mótmælunum. „Framkoma þessarar ríkisstjórnar er svo ótrúlega dólgsleg og hrokafull og forgangsröðunin er ótrúlega undarleg hjá henni. Ég held að fólk sé orðið endemis pirrað og reitt.“ Svavar segir einnig að það sé svo ótrúlega margt sem fólk er reitt yfir að það viti hreinlega ekki hvernig það eigi að byrja að mótmæla.Snorri Sigurðarson, 37 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæli aðgerðum ríkisstjórnarinnar undanfarið. Ég er að mótmæla því að þau hafa hætt við veiðigjaldið og ástandinu á Landspítalanum. Ég er að mótmæla því að Hanna Birna sitji enn sem innanríkisráðherra þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Ég er að mótmæla valdníðslu þessarar ríkisstjórnar og hvernig hún talar niður til þjóðarinnar.“Fréttablaðið/Ernir Salvör Sæmundsdóttir, 24 ára, nemi „Ég hef áhyggjur af grunnstoðum samfélagsins þessa stundina. Ég hef sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ég hef áhyggjur að því hvernig þessi ríkisstjórn er að vinna í þeim málum.“Fréttablaðið/Ernir Sigrún Jónsdóttir, 24 ára, tónlistarmaður „Ég er að mótmæla mörgu. Það eru margar ástæður. Ég vil til dæmis sjá betri laun fyrir tónlistarkennara og lækna. Ég vil sjá betri kjör fyrir fólkið í landinu og betra land fyrir börnin.“Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Ingi Eyjólfsson, 68 ára, eftirlaunþegi „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa komið hreint fram og finnst hún vera að ljúga að okkur. Hún segir ekki neitt eins og til dæmis varðandi Hönnu Birnu. Líka hvernig Sigmundur Davíð tók á því varðandi borgarstjórnarkosningarnar og umræðuna um múslimana og líka um vopnakaupin. Maður fær bara ekkert að vita.“Fréttablaðið/Ernir Sigfús Ó. Höskuldsson, 43 ára, verkefnastjóri „Ég er bara búinn að fá mig fullsaddan á þessari ríkisstjórn. Hún er ekki að sinna meirihlutanum, heldur minnihlutanum og litlum hópi af fólki. Margt í ákvörðunartöku hennar og framferði er ekki að fúnkera. Mér finnst verið að misbjóða mér sem samfélagsþegni.“Fréttablaðið/Ernir
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira