Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Yfirtaka á húsnæði veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti var kærð til lögreglu sem getur þó ekkert aðhafst að svo stöddu í málinu. Fréttablaðið/Stefán Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án nokkurrar heimildar frá eiganda veitingastaðarins. Samtals fékk eigandinn á reikning sinn tæpar átta milljónir króna greiðslukortaviðskipta.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa aðilarnir átt í deilum um nokkurt skeið sem endaði með því að José Garcia, eigandi Caruso, og starfsfólk hans var læst úti af staðnum í fyrradag af húseigandanum sem yfirtók húsið.Sjá einnig:Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Þetta eru ekki einu deilurnar sem þessir aðilar hafa staðið í. Í júlí í fyrra komst José að því að eigandinn hafði leitað til Borgunar og beðið um að allar greiðslur viðskiptavina Caruso sem framkvæmdar voru með debetkortum yrðu færðar yfir á reikning hans. Tryggingar húseigandans fyrir leigunni höfðu fram að þessu verið með þeim hætti að kreditkortagreiðslur í lok hvers mánaðar voru færðar á reikning eigandans sem síðan millifærði þær á reikning Josés eftir að hafa dregið leigugreiðslurnar frá. Á þessum grundvelli lét húseigandinn færa debetgreiðslurnar yfir á sig. Færslurnar fengust ekki bakfærðar frá eigandanum og var José því á endanum nauðbeygður til að skipta út öllu posakerfi sínu. Með því að skipta um posakerfi svipti José húseigandann aðgangi að bæði kredit- og debetkortainnkomu veitingahússins. Þannig féll niður tryggingin fyrir leigugreiðslunum og í staðinn bauð José nýjar tryggingar í formi bankaábyrgðar. Því tilboði var ekki tekið heldur greip húseigandinn til þess ráðs að líta á þetta sem riftun á leigusamningi og á þeim grundvelli höfðaði hann dómsmál til að krefjast útburðar Josés af veitingastaðnum. Því máli tapaði húseigandinn í Hæstarétti. Húseigandinn höfðaði annað mál og var það í ferli fyrir dómstólum í fyrradag þegar eigendur hússins, Jón Ragnarsson og sonur hans Valdimar Jónsson, ákváðu að ráðast inn í húsið, skipta um lása og byggja vegg í baksundi til að varna starfsmönnum veitingahússins inngöngu. Lögmaður Josés kærði þennan gjörning til lögreglu. Lögreglan fór inn í húsnæði Caruso í gær þar sem eigandi hússins hefur komið sér fyrir og ráðið sér þrekinn öryggisvörð til að gæta staðarins. Þegar lögreglan mætti á svæðið í gær höfðu starfsmenn Caruso safnast saman fyrir framan staðinn þar sem þeir freistuðu þess að fá afhentar persónulegar eigur sínar sem enn þá eru inni á staðnum. Lögreglan kvaðst ekkert geta að gert fyrr en niðurstaða væri komin í dómsmálið þar sem hún gæti ekki blandað sér í einkadeilur. Það var því niðurlútur hópur fyrrverandi starfsmanna Caruso sem þurfti frá að hverfa og lúta því annan daginn í röð að eigur þeirra væru fastar inni á staðnum. Ekki er útséð með hvort og hvernig þeir munu geta nálgast þær. Lögmaður eigenda húsnæðisins, Steinbergur Finnbogason, mætti síðan í héraðsdóm í gær og féll frá málshöfðuninni. Ástæðan var sú að þeir hefðu ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að halda áfram, þar sem þeir væru jú komnir með yfirráð fyrir húsinu.Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José Garcia.„Leigusali telur sig á einhvern hátt hlunnfarinn í viðskiptum sínum við umbjóðanda minn. Það er ekki rétt og hefur verið staðfest af dómstólum. Nú virðist hann hafa gefist upp á því að leita réttar síns fyrir dómi og þess í stað tekið sér fógetavald og hefst nú við í eigninni í heimildarleysi. Ég hafði því ekki önnur úrræði eins og staðan var en að kæra þetta til lögreglu og er málið komið í ferli þar. Vonandi getur lögreglan tekið málið fyrir sem fyrst og hleypt umbjóðanda mínum og starfsfólkinu inn í eignina,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án nokkurrar heimildar frá eiganda veitingastaðarins. Samtals fékk eigandinn á reikning sinn tæpar átta milljónir króna greiðslukortaviðskipta.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa aðilarnir átt í deilum um nokkurt skeið sem endaði með því að José Garcia, eigandi Caruso, og starfsfólk hans var læst úti af staðnum í fyrradag af húseigandanum sem yfirtók húsið.Sjá einnig:Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Þetta eru ekki einu deilurnar sem þessir aðilar hafa staðið í. Í júlí í fyrra komst José að því að eigandinn hafði leitað til Borgunar og beðið um að allar greiðslur viðskiptavina Caruso sem framkvæmdar voru með debetkortum yrðu færðar yfir á reikning hans. Tryggingar húseigandans fyrir leigunni höfðu fram að þessu verið með þeim hætti að kreditkortagreiðslur í lok hvers mánaðar voru færðar á reikning eigandans sem síðan millifærði þær á reikning Josés eftir að hafa dregið leigugreiðslurnar frá. Á þessum grundvelli lét húseigandinn færa debetgreiðslurnar yfir á sig. Færslurnar fengust ekki bakfærðar frá eigandanum og var José því á endanum nauðbeygður til að skipta út öllu posakerfi sínu. Með því að skipta um posakerfi svipti José húseigandann aðgangi að bæði kredit- og debetkortainnkomu veitingahússins. Þannig féll niður tryggingin fyrir leigugreiðslunum og í staðinn bauð José nýjar tryggingar í formi bankaábyrgðar. Því tilboði var ekki tekið heldur greip húseigandinn til þess ráðs að líta á þetta sem riftun á leigusamningi og á þeim grundvelli höfðaði hann dómsmál til að krefjast útburðar Josés af veitingastaðnum. Því máli tapaði húseigandinn í Hæstarétti. Húseigandinn höfðaði annað mál og var það í ferli fyrir dómstólum í fyrradag þegar eigendur hússins, Jón Ragnarsson og sonur hans Valdimar Jónsson, ákváðu að ráðast inn í húsið, skipta um lása og byggja vegg í baksundi til að varna starfsmönnum veitingahússins inngöngu. Lögmaður Josés kærði þennan gjörning til lögreglu. Lögreglan fór inn í húsnæði Caruso í gær þar sem eigandi hússins hefur komið sér fyrir og ráðið sér þrekinn öryggisvörð til að gæta staðarins. Þegar lögreglan mætti á svæðið í gær höfðu starfsmenn Caruso safnast saman fyrir framan staðinn þar sem þeir freistuðu þess að fá afhentar persónulegar eigur sínar sem enn þá eru inni á staðnum. Lögreglan kvaðst ekkert geta að gert fyrr en niðurstaða væri komin í dómsmálið þar sem hún gæti ekki blandað sér í einkadeilur. Það var því niðurlútur hópur fyrrverandi starfsmanna Caruso sem þurfti frá að hverfa og lúta því annan daginn í röð að eigur þeirra væru fastar inni á staðnum. Ekki er útséð með hvort og hvernig þeir munu geta nálgast þær. Lögmaður eigenda húsnæðisins, Steinbergur Finnbogason, mætti síðan í héraðsdóm í gær og féll frá málshöfðuninni. Ástæðan var sú að þeir hefðu ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að halda áfram, þar sem þeir væru jú komnir með yfirráð fyrir húsinu.Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José Garcia.„Leigusali telur sig á einhvern hátt hlunnfarinn í viðskiptum sínum við umbjóðanda minn. Það er ekki rétt og hefur verið staðfest af dómstólum. Nú virðist hann hafa gefist upp á því að leita réttar síns fyrir dómi og þess í stað tekið sér fógetavald og hefst nú við í eigninni í heimildarleysi. Ég hafði því ekki önnur úrræði eins og staðan var en að kæra þetta til lögreglu og er málið komið í ferli þar. Vonandi getur lögreglan tekið málið fyrir sem fyrst og hleypt umbjóðanda mínum og starfsfólkinu inn í eignina,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira