Fótbolti

Kolbeinn kom inn á í sigurleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn lék í 10 mínútur í dag.
Kolbeinn lék í 10 mínútur í dag. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson lék í tíu mínútur þegar Hollandsmeistarar Ajax sigruðu Vitesse Arnheim með fjórum mörkum gegn einu í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Kolbeinn hefur orðaður við brottför frá Ajax, en lið QPR hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður framherjans sem á eitt ár eftir af samningi sínum við hollensku meistaranna.

Daninn Lasse Schöne skoraði tvö mörk fyrir Ajax og þeir Nick Viergever og Mike van der Hoorn sitt markið hvor. Marko Vejinovic skoraði eina mark Vitesse.

Góð byrjun hjá meisturunum sem byrjuðu með sterka leikmenn á bekknum í dag; m.a. Daley Blind, Joel Veltman og Jasper Cillesen, en þeir voru í eldlínunni með hollenska landsliðinu á HM fyrr í sumar.


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Bróðir Kolbeins Sigþórssonar hafði ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum en samkvæmt heimildum SkySports komust félögin að samkomulagi fyrr í dag.

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax tilboð QPR í Kolbein Sigþórsson í dag en samkvæmt heimildum Vísis ber enn töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum.

Kolbeinn kom inn á í tapleik

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu átta mínútur leiksins þegar Ajax tapaði fyrir PEC Zwolle í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×