Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt 22. júlí 2014 13:37 Vísir/Arnþór Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru áfram taplaus, en þau unnu bæði góða útisigra, gegn Breiðabliki og Fylki. Gott gengi Víkinga heldur áfram, en liðið er búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum. Þá vann KR stórsigur á Val á Vodafone-vellinum og ÍBV vann sinn þriðja leik í röð. Framarar töpuðu hins vegar enn einum leiknum og Fjölnir færist æ hraðar niður töfluna. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Valur 1 - 4 KRÞór 0 - 0 KeflavíkÍBV 2 - 0 FramFylkir 1 - 3 StjarnanBreiðablik 2 - 4 FHVíkingur R. 1 - 0 FjölnirVísir/ArnþórGóð umferð fyrir ...Jón Ragnar Jónsson, FH Söngvarinn góðkunni átti afbragðs góðan leik fyrir Fimleikafélagið sem vann sterkan sigur á Blikum á Kópavogsvelli, þrátt fyrir að vera einum færri í um 50 mínútur. FH-ingar leiddu 2-3 í hálfleik og héldu Blikum í skefjum í seinni hálfleik. Jón kórónaði svo góðan leik sinn með því að skora fjórða og síðasta mark FH í uppbótartíma, en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild. Jón lýsti síðan markinu í löngu máli í viðtali eftir leik.Kjartan Henry Finnbogason, KR Kjartan hefur verið mikið milli tannanna á fólki á undanförnum vikum, en nú komst hann í fréttirnar fyrir góða frammistöðu. Framherjinn spilaði sinn besta leik í sumar gegn Val á laugardaginn þar sem hann átti stóran þátt í 1-4 sigri KR. Kjartan skoraði glæsilegt mark á 35. mínútu og kom KR í 0-2 og tveimur mínútum seinna lagði hann upp mark fyrir Almarr Ormarsson. Kjartan átti svo stóran þátt í fjórða marki KR-inga sem Gary Martin. Ef hann heldur áfram að spila svona eru KR-liðinu flestir vegir færir.Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍBV Eftir erfiða byrjun hafa lærisveinar Sigurðar Ragnars heldur betur rétt úr kútnum. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í 7. sæti deildarinnar með 13 stig. Eyjamenn unnu sannfærandi 2-0 sigur á Fram á sunnudaginn með mörkum frá Víði Þorvarðarsyni og Jonathan Glenn. Þetta var auk þess í fyrsta sinn sem Eyjamenn halda hreinu í sumar.Magnús Gylfason og Halldór Jón Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals.vísir/daníelErfið umferð fyrir ... Hörð Fannar Björgvinsson, FramFram missti fyrirliðann og sinn besta leikmann, Ögmund Kristinsson, til Randers í Danmörku og hinn 17 ára Hörður Fannar Björgvinsson hefur fengið traustið í síðustu leikjum. Hörður varði nokkrum sinnum vel í leiknum, en honum urðu á stór mistök í öðru marki ÍBV. Hann fór þá í glórulaust úthlaup, missti af boltanum og Jonathan Glenn, framherji ÍBV, gat því nánast labbað með boltann inn í markið. Í samtali við Vísi í gær sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, að það væri ekki endilega á dagskránni hjá Fram að fá sér nýjan markvörð og sagði jafnframt að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 árs liðs Íslands, væri á leið til félagsins. Það er því mikið lagt á ungar herðar.Magnús Gylfason, ValEftir ágætis byrjun á mótinu hefur gengi Vals farið versnandi á síðustu vikum. Botninum var líklega (vonandi fyrir Valsmenn) náð gegn KR, þar sem Valsliðið leit illa út og tapaði 1-4. Valsmenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Það hefur því oft verið bjartara yfir Hlíðarenda en nú og það er spurning hversu sterk staða Magnúsar Gylfasonar, þjálfara liðsins, sé, en forráðamenn Vals hafa ekki beint verið þekktir fyrir þolinmæði á síðustu árum.Kassim Doumbia, FHMalí-maðurinn átti undarlegan leik gegn Breiðabliki. Hann kom FH í 1-3 á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar og hljóp í kjölfarið út á hliðarlínu til að fagna með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Í næstu sókn handlék Doumbia boltann og fékk að líta sitt annað gula spjald. Miðvörðurinn var langt frá því að vera sáttur með þessa ákvörðun Þorvaldar Árnasonar og reyndi að rífa rauða spjaldið af honum. Hann gæti því átt yfir höfði sér lengra bann, en Aganefnd KSÍ fundar seinna í dag.Vísir/ArnþórTölfræðin: KR vann sinn fyrsta fyrri hálfleik í sumar gegn Val - voru 1-3 yfir - en þeir höfðu verið undir í hálfleik í fimm fyrstu ellefu leikjum sínum. KR-ingar hafa náð í 19 stig af 21 mögulegum í sjö deildarleikjum sínum á Vodafone-vellinum. Valsmenn unnu síðast heimasigur á KR á Laugardalsvellinum sumarið 2007. Valsmenn hafa tapað 6 af 10 deildarleikjum sínum undir stjórn Magnúsar Gylfasonar heima á Vodafone-vellinum. Víðir Þorvarðarson hefur skorað í fjórum deildarleikjum í röð, en þrjú af þessum fjórum mörkum hafa komið með skotum fyrir utan vítateig. Víkingar hafa aldrei verið með jafn mörg stig (22) í efstu deild eftir 12. umferðir frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984. Þórsarar hafa haldið marki sínu í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan sumarið 1992. Keflavíkurliðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni en fimm þessara leikja hafa endað með jafntefli. Mótherjar Þórsliðsins hafa klikkað á víti á lokamínútunum í tveimur síðustu leikjum liðsins og þau hafa bæði verið tekin á sama mark. Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik í júlí undanfarin tvö tímabil (1 jafntefli og 5 töp í 6 leikjum). Miðverðir FH hafa fengið samtals þrjú rauð spjöld í sumar. Pétri Viðarssyni var vikið af leikvelli gegn Keflavík 22. maí og Stjörnunni 13. júlí og Kassim Doumbia fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki í gær.Vísir/VilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Víkinni: Úff, þessi leikur. Engin færi, sendingarnar hræðilegar og sóknaraðgerðinar sömuleiðis.Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum:Ég er á celeb-vaktinni í stúkunni og Mihajlo Bibercic og Guðjón Þórðarson eru mættir hrikalega ferskir að mér sýnist.Hæstu og lægstu einkunnir: Sandor Matus, Þór - 8 Ingvar Jónsson, Stjörnunni - 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 8 Gary Martin, KR - 8 Arnar Sveinn Geirsson, Val - 3 Kolbeinn Kárason, Val - 3 Christopher Paul Tsonis, Fjölni - 3Umræðan á #pepsi365Er Haukur Heiðar ekki að spila sig inn í landsliðið? Búinn að vera lang besti hægri bakvörður deildarinnar. #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) July 21, 2014 Tok Hendrickx spjaldið með heim fra Hvita-Russlandi? #pepsi365— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) July 21, 2014 "Grjót haltu kjafti" - quote sumarsins frá Heimi við stuðningsmenn blika upp í stúku... #pepsi365— Jón Ingi Bergsteinss (@joningib) July 21, 2014 Heimir og Willum nálægt því að hjóla í hvorn annan. Það hefði verið eins og Alien vs Predator. #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 21, 2014 Ef Fylkir og Fram fara bæði niður verður stúkan í Árbænum samt flottasta stúkan í 1. deildinni. #hlaupabrautin #pepsi365— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) July 20, 2014 Atvik umferðarinnar: Flottasta mark umferðarinnar: Mörkin úr leikjum 12. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 2-4 | Tíu FH-ingar á toppinn FH lagði Breiðablik 4-2 í ævintýralegum leik á Kópavogsvelli. 21. júlí 2014 15:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 1-4 | Öruggur KR sigur í nágrannaslagnum KR gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag og unnu enn einn sigurinn á þeim velli í dag, 4-1. Með sigrinum setur KR mikla pressu á toppliðin, FH og Stjörnuna. 19. júlí 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Þrátt fyrir rautt spjald, víti og ágætis færi í leiknum endaði leikur Þórs og Keflavíkur 0-0 fyrir norðan í dag. Sandor Matus var hetja Þórsara í leiknum en hann varði vítaspyrnu á 88. mínútu. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 1-0 | Taskovic hetjan Fyrirliðinn tryggði Víkingi sigur í slökum nýliðaslag með marki á lokamínútu leiksins. 21. júlí 2014 15:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tólftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru áfram taplaus, en þau unnu bæði góða útisigra, gegn Breiðabliki og Fylki. Gott gengi Víkinga heldur áfram, en liðið er búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum. Þá vann KR stórsigur á Val á Vodafone-vellinum og ÍBV vann sinn þriðja leik í röð. Framarar töpuðu hins vegar enn einum leiknum og Fjölnir færist æ hraðar niður töfluna. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Valur 1 - 4 KRÞór 0 - 0 KeflavíkÍBV 2 - 0 FramFylkir 1 - 3 StjarnanBreiðablik 2 - 4 FHVíkingur R. 1 - 0 FjölnirVísir/ArnþórGóð umferð fyrir ...Jón Ragnar Jónsson, FH Söngvarinn góðkunni átti afbragðs góðan leik fyrir Fimleikafélagið sem vann sterkan sigur á Blikum á Kópavogsvelli, þrátt fyrir að vera einum færri í um 50 mínútur. FH-ingar leiddu 2-3 í hálfleik og héldu Blikum í skefjum í seinni hálfleik. Jón kórónaði svo góðan leik sinn með því að skora fjórða og síðasta mark FH í uppbótartíma, en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild. Jón lýsti síðan markinu í löngu máli í viðtali eftir leik.Kjartan Henry Finnbogason, KR Kjartan hefur verið mikið milli tannanna á fólki á undanförnum vikum, en nú komst hann í fréttirnar fyrir góða frammistöðu. Framherjinn spilaði sinn besta leik í sumar gegn Val á laugardaginn þar sem hann átti stóran þátt í 1-4 sigri KR. Kjartan skoraði glæsilegt mark á 35. mínútu og kom KR í 0-2 og tveimur mínútum seinna lagði hann upp mark fyrir Almarr Ormarsson. Kjartan átti svo stóran þátt í fjórða marki KR-inga sem Gary Martin. Ef hann heldur áfram að spila svona eru KR-liðinu flestir vegir færir.Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍBV Eftir erfiða byrjun hafa lærisveinar Sigurðar Ragnars heldur betur rétt úr kútnum. Liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í 7. sæti deildarinnar með 13 stig. Eyjamenn unnu sannfærandi 2-0 sigur á Fram á sunnudaginn með mörkum frá Víði Þorvarðarsyni og Jonathan Glenn. Þetta var auk þess í fyrsta sinn sem Eyjamenn halda hreinu í sumar.Magnús Gylfason og Halldór Jón Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals.vísir/daníelErfið umferð fyrir ... Hörð Fannar Björgvinsson, FramFram missti fyrirliðann og sinn besta leikmann, Ögmund Kristinsson, til Randers í Danmörku og hinn 17 ára Hörður Fannar Björgvinsson hefur fengið traustið í síðustu leikjum. Hörður varði nokkrum sinnum vel í leiknum, en honum urðu á stór mistök í öðru marki ÍBV. Hann fór þá í glórulaust úthlaup, missti af boltanum og Jonathan Glenn, framherji ÍBV, gat því nánast labbað með boltann inn í markið. Í samtali við Vísi í gær sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, að það væri ekki endilega á dagskránni hjá Fram að fá sér nýjan markvörð og sagði jafnframt að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 árs liðs Íslands, væri á leið til félagsins. Það er því mikið lagt á ungar herðar.Magnús Gylfason, ValEftir ágætis byrjun á mótinu hefur gengi Vals farið versnandi á síðustu vikum. Botninum var líklega (vonandi fyrir Valsmenn) náð gegn KR, þar sem Valsliðið leit illa út og tapaði 1-4. Valsmenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Það hefur því oft verið bjartara yfir Hlíðarenda en nú og það er spurning hversu sterk staða Magnúsar Gylfasonar, þjálfara liðsins, sé, en forráðamenn Vals hafa ekki beint verið þekktir fyrir þolinmæði á síðustu árum.Kassim Doumbia, FHMalí-maðurinn átti undarlegan leik gegn Breiðabliki. Hann kom FH í 1-3 á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar og hljóp í kjölfarið út á hliðarlínu til að fagna með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Í næstu sókn handlék Doumbia boltann og fékk að líta sitt annað gula spjald. Miðvörðurinn var langt frá því að vera sáttur með þessa ákvörðun Þorvaldar Árnasonar og reyndi að rífa rauða spjaldið af honum. Hann gæti því átt yfir höfði sér lengra bann, en Aganefnd KSÍ fundar seinna í dag.Vísir/ArnþórTölfræðin: KR vann sinn fyrsta fyrri hálfleik í sumar gegn Val - voru 1-3 yfir - en þeir höfðu verið undir í hálfleik í fimm fyrstu ellefu leikjum sínum. KR-ingar hafa náð í 19 stig af 21 mögulegum í sjö deildarleikjum sínum á Vodafone-vellinum. Valsmenn unnu síðast heimasigur á KR á Laugardalsvellinum sumarið 2007. Valsmenn hafa tapað 6 af 10 deildarleikjum sínum undir stjórn Magnúsar Gylfasonar heima á Vodafone-vellinum. Víðir Þorvarðarson hefur skorað í fjórum deildarleikjum í röð, en þrjú af þessum fjórum mörkum hafa komið með skotum fyrir utan vítateig. Víkingar hafa aldrei verið með jafn mörg stig (22) í efstu deild eftir 12. umferðir frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984. Þórsarar hafa haldið marki sínu í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan sumarið 1992. Keflavíkurliðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í Pepsi-deildinni en fimm þessara leikja hafa endað með jafntefli. Mótherjar Þórsliðsins hafa klikkað á víti á lokamínútunum í tveimur síðustu leikjum liðsins og þau hafa bæði verið tekin á sama mark. Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik í júlí undanfarin tvö tímabil (1 jafntefli og 5 töp í 6 leikjum). Miðverðir FH hafa fengið samtals þrjú rauð spjöld í sumar. Pétri Viðarssyni var vikið af leikvelli gegn Keflavík 22. maí og Stjörnunni 13. júlí og Kassim Doumbia fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki í gær.Vísir/VilhelmSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Víkinni: Úff, þessi leikur. Engin færi, sendingarnar hræðilegar og sóknaraðgerðinar sömuleiðis.Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum:Ég er á celeb-vaktinni í stúkunni og Mihajlo Bibercic og Guðjón Þórðarson eru mættir hrikalega ferskir að mér sýnist.Hæstu og lægstu einkunnir: Sandor Matus, Þór - 8 Ingvar Jónsson, Stjörnunni - 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 8 Gary Martin, KR - 8 Arnar Sveinn Geirsson, Val - 3 Kolbeinn Kárason, Val - 3 Christopher Paul Tsonis, Fjölni - 3Umræðan á #pepsi365Er Haukur Heiðar ekki að spila sig inn í landsliðið? Búinn að vera lang besti hægri bakvörður deildarinnar. #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) July 21, 2014 Tok Hendrickx spjaldið með heim fra Hvita-Russlandi? #pepsi365— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) July 21, 2014 "Grjót haltu kjafti" - quote sumarsins frá Heimi við stuðningsmenn blika upp í stúku... #pepsi365— Jón Ingi Bergsteinss (@joningib) July 21, 2014 Heimir og Willum nálægt því að hjóla í hvorn annan. Það hefði verið eins og Alien vs Predator. #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 21, 2014 Ef Fylkir og Fram fara bæði niður verður stúkan í Árbænum samt flottasta stúkan í 1. deildinni. #hlaupabrautin #pepsi365— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) July 20, 2014 Atvik umferðarinnar: Flottasta mark umferðarinnar: Mörkin úr leikjum 12. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 2-4 | Tíu FH-ingar á toppinn FH lagði Breiðablik 4-2 í ævintýralegum leik á Kópavogsvelli. 21. júlí 2014 15:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 1-4 | Öruggur KR sigur í nágrannaslagnum KR gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag og unnu enn einn sigurinn á þeim velli í dag, 4-1. Með sigrinum setur KR mikla pressu á toppliðin, FH og Stjörnuna. 19. júlí 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Þrátt fyrir rautt spjald, víti og ágætis færi í leiknum endaði leikur Þórs og Keflavíkur 0-0 fyrir norðan í dag. Sandor Matus var hetja Þórsara í leiknum en hann varði vítaspyrnu á 88. mínútu. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 1-0 | Taskovic hetjan Fyrirliðinn tryggði Víkingi sigur í slökum nýliðaslag með marki á lokamínútu leiksins. 21. júlí 2014 15:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 2-4 | Tíu FH-ingar á toppinn FH lagði Breiðablik 4-2 í ævintýralegum leik á Kópavogsvelli. 21. júlí 2014 15:57
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 1-4 | Öruggur KR sigur í nágrannaslagnum KR gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag og unnu enn einn sigurinn á þeim velli í dag, 4-1. Með sigrinum setur KR mikla pressu á toppliðin, FH og Stjörnuna. 19. júlí 2014 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Þrátt fyrir rautt spjald, víti og ágætis færi í leiknum endaði leikur Þórs og Keflavíkur 0-0 fyrir norðan í dag. Sandor Matus var hetja Þórsara í leiknum en hann varði vítaspyrnu á 88. mínútu. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Stjarnan mætir Fylki í Árbænum eftir að hafa náð jafntefli í erfiðum útileik gegn Motherwell fyrr í vikunni en spurning er hvort leikmenn liðsins verði þreyttir. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 1-0 | Taskovic hetjan Fyrirliðinn tryggði Víkingi sigur í slökum nýliðaslag með marki á lokamínútu leiksins. 21. júlí 2014 15:55