Fótbolti

Kolbeinn meistari - Alfreð átti stórleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson varð meistari með Ajax í dag.
Kolbeinn Sigþórsson varð meistari með Ajax í dag. Vísir/Getty
Ajax tryggði sér hollenska meistaratitilinn, fjórða árið í röð, eftir 1-1 jafntefli gegn Heracles á útivelli í dag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax, en fór af velli þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta er í þriðja sinn sem Kolbeinn verður hollenskur meistari með Ajax, en hann hefur skorað tíu mörk í deildinni á tímabilinu.

Ajax hefur orðið Hollandsmeistari 33 sinnum, en Frank de Boer hefur unnið titilinn á hverju tímabili síðan hann tók við liðinu í desember 2010.

Alfreð Finnbogason skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 4-1 sigri Heerenveen á Utrecht á heimavelli. Alfreð er sem fyrr markahæstur í hollensku deildinni með 28 mörk, en hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Heerenveen, en hann verður væntanlega mjög eftirsóttur í sumar.

AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir ADO Den Haag á útivelli. Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AZ, en var skipt af leikvelli eftir klukkutíma. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði seinni hálfleikinn fyrir AZ.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir NAC Nijmegen sem tapaði 2-5 fyrir Twente á heimavelli, en eftir tapið er ljóst að liðið spilar í næstefstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×