Erlent

Palestínski drengurinn var brenndur lifandi

ingvar haraldsson skrifar
Mikil reiði er meðal Palestínumanna vegna morðisins.
Mikil reiði er meðal Palestínumanna vegna morðisins. vísir/ap
Muhammad Hussein Abu Khdeir, sextán ára gamla drengnum sem var rænt og hann myrtur fyrr í vikunni, var brenndur lifandi samkvæmt bráðabirgða niðurstöðum krufningar. New York Times greinir frá.

Í niðurstöðu krufningar segir að aska hafa fundist í lungum drengsins auk þess að brunasár náðu yfir 90 prósent af líkama hans.

Palestínumenn álíta drenginn píslarvott en þúsundir manna komu saman þegar hann var jarðsunginn í föstudag.

Rannsókn lögreglu á morðingjunum stendur yfir talið en talið er að morðið hafi verið hefndaraðgerð fyrir rán og morð á þremur ísraelskum drengjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×