Innlent

Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið.

Hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra hefur verið gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir.

Foreldrum skólans var tilkynnt um endurkomu kennarans, sem mun kenna sama bekk og áður, í bréfi nú í morgun. Þar var hvorki fjallað um rannsóknina né niðurstöður hennar.

Ekki hefur náðst í stjórnendur Vesturbæjarskóla við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti

Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×