Íslenski boltinn

Presturinn þurfti að standa undir klukkunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Séra Pálmi Matthíassson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, var gert að standa undir vallarklukkunni á Víkingsvelli í gær.

Víkingur vann þá 3-1 sigur á Keflavík en eins og kom fram á fótbolta.net þegar staðan í leiknum var 1-1. Voru menn minnugir þess að gengi Víkinga væri betra þegar Pálmi stæði á þessum stað undir klukkunni.

„Þeir vildu að ég myndi standa á ákveðnum stað því annars kæmu engin mörk,“ sagði Pálmi í stuttu spjalli við Vísi um málið í morgun en eftir að hann færði sig skoruðu Víkingar tvö mörk og tryggðu sér sigurinn.

„Ég vona að þetta þurfi samt ekki að vera svona. Helst myndi ég horfa á leikinn með strákunum í stúkunni,“ bætti Pálmi við í léttum dúr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×