ESB tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:59 Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira