Barcelona í fyrsta sinn í hættu með að missa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 13:45 Lionel Messi. Vísir Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims. Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40
Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21
Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01
Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29