Erlent

Fimm stunda vopnahlé á Gasa

Jakob Bjarnar skrifar
Palestínumenn horfa til himins í leit að drónum Ísraelsmanna. Myndin er tekin fyrir utan húsakynni Khalil al-Haya, leiðtoga Hamas, en þú skemmdust í eldflaugaárás snemma í morgun.
Palestínumenn horfa til himins í leit að drónum Ísraelsmanna. Myndin er tekin fyrir utan húsakynni Khalil al-Haya, leiðtoga Hamas, en þú skemmdust í eldflaugaárás snemma í morgun. ap
Bæði Hamas-samtökin og Ísraelssher hafa fallist á fimm stunda vopnahlé á Gasa nú eftir níu daga eldflaugaárásir.

Vopnahléið tekur gildi nú klukkan sjö og stendur til hádegis, að íslenskum tíma. Þetta er svo koma megi nauðþurftum til íbúa á Gasasvæðinu.

Fréttaritarar á svæðinu segja að fólk safnist nú saman fyrir utan banka og stofnanir og fólksfjöldi sé allstaðar þar sem matvæli er að hafa. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 227 séu nú fallnir eftir loftárásir Ísraelsmanna. Einn Ísraeli hefur fallið.

Það var 8. júlí sem loftárásir Ísraela hófust sem svar við eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna á Ísrael. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að árásirnar miðist alfarið á svæði þar sem víst er að hernaðarbrölt Palestínumanna sé að finna en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að flestir þeir sem fallið hafa á Gasa séu óbreyttir borgarar. Svar Ísraelsmanna við því er að Hamas-samtökin feli vopn sín meðal óbreyttra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×