Erlent

Möguleiki á landhernaði Ísraelshers

Atli Ísleifsson skrifar
Loft- og eldflaugaárásir deiluaðila héldu áfram í dag.
Loft- og eldflaugaárásir deiluaðila héldu áfram í dag. Vísir/AFP
Ísraelsstjórn segist vera að skoða alla möguleika, þar á meðal möguleika á landhernaði, í baráttu sinni gegn herskáum Palestínumönnum á Gasaströndinni. Loft- og eldflaugaárásir deiluaðila héldu áfram í dag.

Palestínsk yfirvöld fullyrða að ellefu Palestínumenn hafi fallið í árásum dagsins, en talsmaður Ísraelshers segir að ráðist hafi verið á um fjörtíu staði þaðan sem eldflaugum sé skotið og hryðjuverkastarfsemi skipulögð. 

Að sögn BBC segir að um hundrað eldflaugum hafi verið skotið af Gasa og inn á ísraelsk landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur farið fram á að Ísraelsher stöðvi loftárásir sínar þegar í stað, en Ísraelsstjórn segist munu halda áfram á meðan Palestínumenn haldi eldflaugaárásum sínum haldi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×