Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu Hjörtur Hjartarson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun ekki styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, verði hún lögð fram. Forsætisráðherra segir Hönnu Birnu hafa staðið sig vel í lekamálinu og telur svör hennar um málið fyrir Alþingi hafa verið skilmerkileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hefur fallist á ósk Hönnu Birnu um að vera leyst undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála. „Hanna Birna er ennþá starfandi innanríkisráðherra og þar með einnig ráðherra dómsmála. En hún hefur formlega beðið um að vera leyst undan þeim skyldum og ég hef fallist á það. Nú tekur við að finna út úr því hver muni fara með þann málaflokk á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins um hvert framhaldið verður og hver taki við starfinu af Hönnu Birnu. „Við höfum ekki rætt að það komi utanaðkomandi ráðherra í dómsmálin en þó höfum við ekki útilokað þann möguleika en frekar gert ráð fyrir því að annar ráðherra taki yfir málaflokkinn.“ „Mun Framsóknarflokkurinn leitast eftirþvíaðfádómsmálaráðuneytiðtil sín efúr verður aðmálaflokkur fer ekki undir starfandi ráðherra?“ „Það hefur náttúrulega lengi legið fyrir, alveg frá upphafi, að það var svona frekar gert ráð fyrir því að Framsókn myndi bæta við sig ráðherra þannig að þetta yrðu fimm og fimm en við höfum ekki setta það í sérstakt samhengi við þetta mál,“ segir Sigmundur.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraPíratar hafa ákveðið að leggja fram vantrausttillögu á hendur Hönnu Birnu þegar þing kemur saman í næsta mánuði og um leið óskað eftir stuðningi frá Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð segir að ekki komi til greina að styðja þessa tillögu enda hafi Hanna Birna á heildina litið staðið sig vel í lekamálinu svokallaða. „Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi haldið vel á þessu, eins vel og kostur er í svona erfiðu máli.“„Telurðu aðþetta mál hafa skaðað ríkisstjórnina?“ „Nei, ég tel það nú ekki. Hinsvegar er auðvitað óheppilegt að mikill tími og kraftur fari í umræðu um mál sem snýst ekki um landsins gagn og nauðsynjar og uppbyggingarstarf. En við því er ekkert að gera, það á við um mörg önnur mál líka. En þetta mál tel ég ekki að valdi neinum sérstökum skaða,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 „Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Í raun bara skítamix sem á ekki að líðast í okkar lýðræði“ „Við finnum fyrir því út í samfélaginu að þetta hefur skaðað mjög trúverðugleikann á stjórnsýslunni hjá okkur,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, í stamtali við fréttastofu 365. 17. ágúst 2014 15:28
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu. 17. ágúst 2014 12:39