Á sumrin er opið á milli 11 og 19. Þannig hafa margir getað notið veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu undafarna daga.
Vegna óvenjulega góðs veður hefur verið ákveðið að lengja afgreiðslutímann í þessari viku, hið minnsta, sé miðað við hefðbundna vetrardagskrá.
Hafdís hvetur þá sem hyggjast njóta lífsins í Nauthólsvík að kíkja á Facebook-síðu Ylstrandarinnar. „Þar munum við tilkynna hversu lengi verður opið. Þetta er allt háð því að við fáum starfsfólk til þess að manna vaktir. Við viljum reyna eins og við getum að koma til móts við þarfir fólks og leyfa því að njóta veðursins. Þannig að þegar það er gott veður stefnum við á að vera með opið hjá okkur,“ segir Hafdís.
Veðurspá vikunnar fyrir höfuðborgarsvæðið er mjög góð. Eins og kom fram á Vísi í gærkvöldi virðist sólin vera komin til að vera, út vikuna.
Post by Ylströndin.