Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2014 15:53 Vísir/Getty Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv' HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv'
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira