Ísskápurinn lækkar um 15 þúsund en matarkarfan hækkar um 21 þúsund Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. september 2014 13:53 Árni Páll tók dæmi af sér og ísskápnum sínum í umræðum um virðisaukaskattsbreytingar á Alþingi. Vísir / Samsett mynd Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira