Kennarar tala um viðsnúning stjórnvalda í menntamálum 18. september 2014 13:07 Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira