Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 11:58 Á fyrri myndinni sést þegar þyrla LHG sóttu mennina á hálendið. Seinni myndin sýnir þá í "dulargervi“. Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent