Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 07:30 Barack Obama segir einangrunarstefnu síðustu áratuga ekki hafa virkað. vísir/ap Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira