Litháar fá grænt ljós á upptöku evru Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2014 11:56 Litháar munu kveðja núverandi gjaldmiðil sinn, litas, um áramót og notast eftir það við evru. Vísir/AFP Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira