Blazer gerðist njósnari hjá FIFA fyrir FBI Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Chuck Blazer, fyrrum meðlimur í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, gerðist njósnari hjá sambandinu fyrir bandarísk yfirvöld. Því hlutverki sinnti hann í átján mánuði eftir að hann játaði allt árið 2013. FBI, bandaríska alríkislögreglan, stóð fyrir viðamikilli rannsókn á spillingu innan FIFA síðustu ár og viðurkenndi Blazer að hann hefði þegið mútur í skiptum fyrir atkvæði. Það kemur í hlut framkvæmdastjórnar FIFA að ákveða hvar stórmót í knattspyrnu skulu haldin en Blazer játaði sinn þátt í spillingunni árið 2013. Í stað þess að fara í fangelsi komst Blazer að samkomulagi við FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytið að gerast uppljóstrari og aðstoða þannig við rannsókn þeirra á spillingunni sem mun hafa viðgengist innan FIFA svo árum skiptir. Blazer safnaði saman upplýsingum um aðra meðlimi framkvæmdastjórnarinnar en það leiddi meðal annars til þess að fjórtán aðilar voru handteknir í víðtækum aðgerðum bandarískra og svissneskra yfirvalda í síðasta mánuði, aðeins tveimur dögum fyrir ársþing FIFA. Bandaríkjamaðurinn Blazer var framkvæmdastjóri CONCACAF, knattspyrnusambandi norður- og mið-Ameríku, frá 1997 til 2013 en hann viðurkenndi fyrir dómara að hann og aðrir meðlimir í framkvæmdastjórninni hafi þegið mútur vegna heimsmeistarakeppnanna í Frakklandi 1998 og Suður-Afríku 2010. Þá tók hann við peningagreiðslu í skiptum fyrir atkvæði í tengslum við fimm Gold Cup-mót, álfukeppni CONCACAF, frá 1996 til 2003. Blazer samþykkti að greiða ellefu milljónir Bandaríkjadala til skattayfirvalda eftir að hafa skotið undan greiðslum í öll þessi ár. Fótbolti Tengdar fréttir Sætir Blatter rannsókn hjá FBI? ABC News í Bandaríkjunum telur að Sepp Blatter sé í hópi þeirra sem liggi undir grun fyrir spillingu. 2. júní 2015 22:48 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28 Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Jack Warner er búinn að láta lögfræðinga sína hafa skjöl sem tengja FIFA við allskonar spillingarmál. 4. júní 2015 08:00 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Chuck Blazer, fyrrum meðlimur í framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, gerðist njósnari hjá sambandinu fyrir bandarísk yfirvöld. Því hlutverki sinnti hann í átján mánuði eftir að hann játaði allt árið 2013. FBI, bandaríska alríkislögreglan, stóð fyrir viðamikilli rannsókn á spillingu innan FIFA síðustu ár og viðurkenndi Blazer að hann hefði þegið mútur í skiptum fyrir atkvæði. Það kemur í hlut framkvæmdastjórnar FIFA að ákveða hvar stórmót í knattspyrnu skulu haldin en Blazer játaði sinn þátt í spillingunni árið 2013. Í stað þess að fara í fangelsi komst Blazer að samkomulagi við FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytið að gerast uppljóstrari og aðstoða þannig við rannsókn þeirra á spillingunni sem mun hafa viðgengist innan FIFA svo árum skiptir. Blazer safnaði saman upplýsingum um aðra meðlimi framkvæmdastjórnarinnar en það leiddi meðal annars til þess að fjórtán aðilar voru handteknir í víðtækum aðgerðum bandarískra og svissneskra yfirvalda í síðasta mánuði, aðeins tveimur dögum fyrir ársþing FIFA. Bandaríkjamaðurinn Blazer var framkvæmdastjóri CONCACAF, knattspyrnusambandi norður- og mið-Ameríku, frá 1997 til 2013 en hann viðurkenndi fyrir dómara að hann og aðrir meðlimir í framkvæmdastjórninni hafi þegið mútur vegna heimsmeistarakeppnanna í Frakklandi 1998 og Suður-Afríku 2010. Þá tók hann við peningagreiðslu í skiptum fyrir atkvæði í tengslum við fimm Gold Cup-mót, álfukeppni CONCACAF, frá 1996 til 2003. Blazer samþykkti að greiða ellefu milljónir Bandaríkjadala til skattayfirvalda eftir að hafa skotið undan greiðslum í öll þessi ár.
Fótbolti Tengdar fréttir Sætir Blatter rannsókn hjá FBI? ABC News í Bandaríkjunum telur að Sepp Blatter sé í hópi þeirra sem liggi undir grun fyrir spillingu. 2. júní 2015 22:48 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28 Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Jack Warner er búinn að láta lögfræðinga sína hafa skjöl sem tengja FIFA við allskonar spillingarmál. 4. júní 2015 08:00 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Sætir Blatter rannsókn hjá FBI? ABC News í Bandaríkjunum telur að Sepp Blatter sé í hópi þeirra sem liggi undir grun fyrir spillingu. 2. júní 2015 22:48
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28
Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Jack Warner er búinn að láta lögfræðinga sína hafa skjöl sem tengja FIFA við allskonar spillingarmál. 4. júní 2015 08:00
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50