Sport

Ólögleg efni fundust í tveimur kenýskum hlaupakonum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joyce Zakari í hlaupinu á mánudaginn.
Joyce Zakari í hlaupinu á mánudaginn. Vísir/Getty
Alþjóðlega lyfjaeftirlitið staðfesti í dag að ólögleg efni hefðu fundist í tveimur keppendum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Kína þessa dagana.

Íþróttamennirnir tveir, Koki Manunga og Joyce Zakary, kepptu í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi en þær voru teknir í lyfjapróf á hóteli kenýska liðsins þann 20. og 21. ágúst síðastliðinn.

Setti Joyce Zakary nýtt landsmet er hún kom í mark á 50.71 í undanriðlunum á mánudaginn en hún tók ekki þátt í undanúrslitunum. Koki Manunga lenti í 6. sæti í undanriðlinum í 400 metra grindahlaupi.

Þrettán íþróttamenn frá Kenýa eru þegar í banni frá því að taka þátt í alþjóðlegum frjálsíþróttakeppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×