Innlent

Mistök skýra myglu

Svavar Hávarðsson skrifar
Myglusveppur í húsnæði getur verið alvarlegt heilsufarsvandamál.
Myglusveppur í húsnæði getur verið alvarlegt heilsufarsvandamál.
Helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði virðast vera röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla við viðhald og röng notkun á húsnæði, að mati starfshóps umhverfis- og auðlindaráðherra sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum.

Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×