Umfjöllun: Serbía - Ísland 25-25 | Risastig í Nis Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2015 16:00 Vísir/Ernir Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira