Umfjöllun: Serbía - Ísland 25-25 | Risastig í Nis Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2015 16:00 Vísir/Ernir Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira