Erlent

Stálu skartgripum að verðmæti 700 milljóna í París

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn lögreglu brutu ræningjarnir rúðu í bíl til að komast yfir skartgripina. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Að sögn lögreglu brutu ræningjarnir rúðu í bíl til að komast yfir skartgripina. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögregla í Frakklandi leitar nú þriggja manna sem stálu tösku með skartgripum að verðmæti rúmlega 700 milljóna króna.

Að sögn AFP voru skartgripirnir í eigu tískuvörurisans Chanel en á meðal gripa í töskunni á að hafa verið hringur sem metinn er á 245 milljónir króna.

Ránið var framið í göngum milli Parísar og Charles de Gaulle flugvallar þar sem vanalegt er að menn ræni ferðamenn sem fastir eru í bílaröð.

Að sögn lögreglu brutu ræningjarnir rúðu í bíl til að komast yfir skartgripina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×