Erlent

Ólafur og Dorrit í afmæli Danadrottningar

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur veifaði til þegna sinna sem sungu fyrir hana í Fredensborgarhöll í morgun.
Margrét Þórhildur veifaði til þegna sinna sem sungu fyrir hana í Fredensborgarhöll í morgun. Vísir/AFP
Margrét Þórhildur Danadrottning heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag. Drottningin var vakin með með morgunsöng í Fredensborgarhöll þar sem öll konungsfjölskyldan er saman komin.

Dagskrá dagsins var á þá leið að Margrét veifaði mannfjölda við Amalienborg, en var svo ekið í vagni frá höllinni klukkan 10:30 að íslenskum tíma, að Kongens Nytorv, niður Strikið og að ráðhúsi Kaupmannahafnar.

Vagn drottningar kom á Ráðhústorgið klukkan 11 að íslenskum tíma. Að loknum hádegisverði í ráðhúsinu veifaði Margrét þeim mannfjölda sem saman var kominn á torginu.

Sérstakur kvöldverður svo haldinn í Fredensborgarhöll í kvöld.

Fylgjast má með hátíðarhöldunum á vef danska ríkisútvarpsins. Í gær fór fram hátíðarkvöldverður með helsta kóngafólki og þjóðarleiðtogum Evrópu en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur hann. Myndir af kvöldverðinum má sjá inn á vef Daily Mail.

Hurra, hurra, hurra!Amalienborg var dækket til i flagrende Dannebrog, da dronning Margrethe - sammen med familien - i dag tog imod danskernes fødselsdaghyldest.

Posted by DR Nyheder on Thursday, 16 April 2015
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×