Erlent

Fimmburastelpur komu í heiminn í Texas

Atli Ísleifsson skrifar
Fimmburarnir komu í heiminn þann 8. apríl síðastliðinn en móðirin Danielle Busby var þá gengin 28 vikur og 2 daga.
Fimmburarnir komu í heiminn þann 8. apríl síðastliðinn en móðirin Danielle Busby var þá gengin 28 vikur og 2 daga. Vísir/AP
Fjölskylda í Houston í Texas eignaðist fyrr í mánuðinum fimmbura á Woman's Hospital of Texas sjúkrahúsinu. Nýburarnir voru allt stelpur en þetta eru fyrstu fimmburastelpur í sögu bandarísku þjóðarinnar.

Fimmburarnir komu í heiminn þann 8. apríl síðastliðinn en móðirin Danielle Busby var þá gengin 28 vikur og 2 daga. Að sögn talsmanns sjúkrahússins heilsast móður og börnum vel.

Í frétt CBS kemur fram að læknirinn Jayne Finkowski-Rivera segi stelpurnar einungis þurfa litla aðstoð við öndun og að öllum hlakki til að fylgjast með þeim vaxa og dafna.

Fimmburarnir, sem voru getnir með tæknisæðingu og teknir með keisaraskurði, hafa fengið nöfnin Olivia Marie, Ava Lane, Hazel Grace, Parker Kate og Riley Paige. Fyrir eiga foreldrarnir Danielle og Adam Busby dótturina Blayke.

Talsmaður sjúkrahússins segir að til viðbótar við að nýburarnir séu fyrsti fimmburastelpurnar í sögu Bandaríkjanna þá séu þær fyrstu fimmburastelpurnar til að koma í heiminn í heiminum síðan 1969.

Fjölskyldan birtir reglulega  fréttir af stelpunum á bloggsíðu sinni.

We are so excited about the Busbys' quintuplets born at TWHOT! See this video of the parents and babies. It's an overload of cuteness!

Posted by The Woman's Hospital of Texas on Wednesday, 15 April 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×