Erlent

Skapari Tuma og Emmu látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Wolde skapaði Tuma árið 1968.
Wolde skapaði Tuma árið 1968. Mynd/Forlagið
Sænski barnabókahöfundurinn Gunnilla Wolde er látin, 76 ára að aldri. Wolde er þekktust fyrir bækur sínar um Tuma og Emmu.

Per Wolde, sonur höfundarins, segir í samtali við Expressen að móðir sín hafi barist við veikindi síðastliðið ár.

Wolde fæddist í Gautaborg 15. júlí 1939.

Hún sagist hafa skapað Tuma árið 1968 þar sem henni þótti vanta barnabækur sem útskýrðu hversdagslega hluti, til dæmis hvernig börn skyldu klæða sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×