Erlent

Costa nýr forsætisráðherra Portúgals

Atli Ísleifsson skrifar
Costa nýtur stuðnings meirihluta í portúgalska þinginu.
Costa nýtur stuðnings meirihluta í portúgalska þinginu. Vísir/AFP

Sósíalistinn Antonio Costa hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Portúgals.

Aníbal António Cavaco Silva, forseti landsins, bindur þar með enda á þá pólitísku óvissu sem ríkt hefur í landinu frá þingkosningunum 4. nóvember.

Costa nýtur stuðnings meirihluta í portúgalska þinginu – meðal annars þingmanna Kommúnistaflokksins og Græningja.

Costa og stuðningsmenn hans standa sameinaðir í baráttunni gegn frekari niðurskurði og frekari aðhaldsaðgerðum. Fyrr í mánuðinum boluðu þeir Pedro Passos Coelho forsætisráðherra og minnihlutastjórn hans frá völdum.

Coelho tók við embætti forsætisráðherra árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×