Erlent

Argentínskir hermenn pyntaðir af eigin yfirmönnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Argentínskir hermenn snæða hádegisverð á Falklandseyjum.
Argentínskir hermenn snæða hádegisverð á Falklandseyjum. Vísir/AFP
Argentínskir hermenn í Falklandseyjastríðinu máttu þola pyntingar og smánun af hálfu yfirmanna sinna á meðan stríðinu stóð. Þetta kemur fram í skýrslum sem argentínski herinn hefur nýlega gert opinberar.

Í skýrslunum lýsa hermennirnir lélegum aðbúnaði sem hlífði þeim ekki frá kuldanum á eyjunum. Þeir segjast einnig hafa þurft að þola miklar barsmíðar fyrir það eitt að yfirgefa skotgrafirnar í leit að mat.

Einn hermaður segist hafa verið bundinn á höndum og fótum og skilinn eftir á maganum á kaldri strönd í átta klukkustundir. Annar segir að hann hafi þurft að gangast undir aðgerð eftir að hafa þolað spark í eistun.

Stríðið um Falklandseyjarnar, umdeilt landsvæði sem Argentínumenn kalla á spænsku Las Malvinas, stóð yfir í apríl og júní árið 1982. Argentínumenn gerðu þá innrás á eyjarnar, sem eru undir stjórn Breta. Um 650 argentínskir hermenn og 255 breskir hermenn létu lífið í stríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×