Erlent

Skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við skólann, en myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við skólann, en myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Einn var skotinn til bana í Delta State háskólanum í Cleveland, Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Skólanum var lokað um skeið og nemendum skipað að halda sig innan dyra og frá gluggum. Grunur lék á að árásarmaðurinn hefði verið áfram á skólalóðinni.

Maðurinn sem skotinn var til bana var kennari við skólann og hét Ethan Schmidt. Árásarmaðurinn náðist ekki í aðgerðum lögregu á skólalóðinni og hafði hann yfirgefið svæðið. Lögreglan veit hver hann er og er hann sagður heita Shannon Lamb. Þó hefur komið fram að um starfsmann háskólans er að ræða.

Lamb er einnig talinn hafa komið að öðru morði í suðurhluta Mississippi.

Gífurlega mikill viðbúnaður var við skólanna og fóru lögregluþjónar á milli húsa og leituðu árásarmannsins. Um 3.500 manns leggja stund á nám við skólann.

Samkvæmt tilkynningu frá skólanum hefur kennslustundum verið frestað. Nemendur og kennarar skólans sem voru á svæðinu þegar árásin átti sér stað hafa verið fluttir annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×