Erlent

Yoko Ono vill skapa stærsta friðarmerki heims

Atli Ísleifsson skrifar
Yoko Ono vill með þessu minnast þess að 75 ár verða í ár liðin frá fæðingardegi John Lennon
Yoko Ono vill með þessu minnast þess að 75 ár verða í ár liðin frá fæðingardegi John Lennon Vísir/AFP
Yoko Ono stefnir að því að fá milli sex þúsund og tíu þúsund manns til að saman mynda stærsta friðarmerki heims í Central Park í New York þann 6. október næstkomandi.

Ono vill með þessu minnast þess að 75 ár verða í ár liðin frá fæðingardegi John Lennon, en hann fæddist 9. október 1940.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á viðburðinum á Eventbyte.

Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu er ekki búist við öðru en að Ono mæti til Reykjavíkur til að verða viðstödd þegar kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey þann 9. október, líkt og hún hefur gert allt frá því að fyrst var kveikt á Friðarsúlunni árið 2007.

Lennon var myrtur fyrir utan heimili þeirra Ono í Dakota-byggingunni í New York í desember 1980. Lennon var þá fertugur að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×