Erlent

Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins

Atli Ísleifsson skrifar
Turnbull sat í ríkisstjórn Abbott en sagði nýlega af sér embætti.
Turnbull sat í ríkisstjórn Abbott en sagði nýlega af sér embætti. Vísir/AFP
Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála Ástralíu, hlaut flest atkvæði í formannskjöri Frjálslynda flokksins sem var að ljúka. Turnbull hlaut 54 atkvæði gegn 44 atkvæðum Tony Abbott forsætisráðherra.

Búist er við að Turnbull taki við stöðu forsætisráðherra landsins, eftir að Abbott segir formlega af sér embætti.

Julie Bishop utanríkisráðherra var endurkjörinn varaformaður flokksins.

Abbott hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu mánuði og sagði Turnbull að Frjálslyndi flokkurinn stæði frammi fyrir tapi í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári, yrði ekki skipt um mann í brúnni.

Turnbull sat í ríkisstjórn Abbott en sagði nýlega af sér embætti. Margir flokksmenn eru andsnúnir afstöðu Turnbull til loftslagsmála og hjónabands samkynhneigðra, en hann þykir frjálslyndari en Abbott í þeim efnum. Hann leiddi flokkinn í stjórnarandstöðu á árunum 2008 til 2009, en beið síðar lægri hlut fyrir Abbott í formannskjöri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×