Erlent

Edward Snowden mættur á Twitter

Birgir Olgeirsson skrifar
Edward Snowden.
Edward Snowden. Vísir/AFP
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden stofnaði fyrr í dag Twitter-reikning og fékk strax fleiri fylgjendur en fyrrverandi vinnustaður hans, Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna NSA.

Í fyrsta tístinu spurði Snowden hvort það heyrist í honum sem er vísun í auglýsingar bandaríska samskiptafyrirtækisins Verizon.



Í notendalýsingu á Twitter segist Snowden hafa einu sinni starfað fyrir bandaríska ríkið en nú starfi hann fyrir almenning. Hann var fljótur að fá mörg þúsund fylgjenda á Twitter, þegar þetta er skrifað er hann með 664 þúsund fylgjendur, en fylgir þó aðeins einum notanda eftir á samfélagsmiðlinum, sem er Twitter-síða NSA.

Snowden hefur frá árinu 2013 verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum eftir að hann lak upplýsingum um njósnir NSA á bandarískum þegnum. Talið er að hann haldi til í borginni Moskvu í Rússlandi í felum frá bandarískum saksóknurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×