Erlent

Mannskæð árás Talíbana í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá moskunni í Peshawar.
Frá moskunni í Peshawar. Vísir/AFP
Nítján létu lífið og tugir særðust þegar vopnaðir vígamenn réðust á mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Mennirnir voru vopnaður árásarrifflum og sprengjum. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Embættismenn á svæðinu segja að árásarmennirnir hafi verið fjórir eða fimm. Í byrjun árásarinnar sprengdi einn þeirra sig í loft upp fyrir utan moskuna á meðan hinir fóru inn. Minnst þrír árásarmenn féllu. Annar sprengdi sig í loft og sá þriðji var felldur af fólki í moskunni, sem tókst að koma í veg fyrir að hann sprengdi sig líka upp, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Einn hinna særðu segir AP að einn árásarmannanna hafi verið klæddur í lögreglubúning. Talsmaður Talíbana segir að árásin hafi verið gerð til að hefna fyrir aftöku eins leiðtoga þeirra í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×