Skyldi maðurinn vera drukkinn? Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2015 10:55 Þegar fyrir þótti liggja að Sigurður Einarsson hafi verið drukkinn í viðtalinu hófust miklar og misgáfulegar bollaleggingar á Facebook. Tilfinningalegt uppnám og í kjölfarið hneykslan braust út á Facebook í gærkvöldi í kjölfar viðtals við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann, sem í gær hlaut fjögurra ára fangelsisdóm; einn þann þyngsta sem fallið hefur á Íslandi í efnahagsbrotamálum. Sjónvarpsfréttir RÚV fjölluðu skilmerkilega um Al Thani-málið í gærkvöldi og rúsínan í pylsuendanum átti að vera viðtal við Sigurð Einarsson, einn hinna fjögurra sem fengu dóm í hæstarétti í gær. Viðtal Boga Ágústssonar við Sigurð gekk brösuglega, illa heyrðist í Sigurði og varla hægt að skilja hvað hann sagði. Áhorfendur heyrðu ekki betur en Sigurður væri drukkinn og braust út mikil hneykslan á Facebook í kjölfarið. (Meðfylgjandi neðst er hljóðskrá sem Nútíminn birti og geta lesendur lagt mat á það sjálfir hvort meta beri manninn drukkinn." Helgi Seljan sjónvarpsmaður skrifaði einfaldlega „Úff...“ um leið og viðtalið fór í loftið og Hallgrímur Helgason rithöfundur var með þeim fyrstu til að tjá sig um málið: „Kaupdrinking – beyond normal drinking.“ Fjölmargir veltu því fyrir sér hvort Sigurður hafi verið drukkinn? Í raun var ekki mikið um það að segja í sjálfu sér þannig að fljótlega snérist umræðan um hvort rétt hafi verið af Boga og RÚV að ræða við manninn? Í raun er óvíst hvað fréttastofa RÚV ætlaði að fá fram í örstuttu símaviðtali við Sigurð í beinni útsendingu, nema show-ið, og show-ið fengu þau en kannski ekki eins og ætlað var.Eftir fyrstu bylgju hneykslunar snéri fólk tali að því hvort réttlætanlegt hafi verið að ræða við Sigurð?Átti RÚV að ræða við manninn? Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, tjáði sig um „Hið svokallaða „viðtal“ við Sigurð Einarsson,“ eins og hún orðar það og telur um að ræða „hrapalleg mistök af hálfu fréttastofunnar. Skólabókardæmi um ritstjórnarmistök. Mér er alveg sama þó að maðurinn hafi birst á Stöð-2 skömmu áður. Að ræða við dæmdan mann sem er í augljósu ójafnvægi í beinni útsendingu, nánast í sama mund og þungur dómur fellur í hæstarétti, það er ekki alveg í lagi. Enda sýndi sig að viðtalið var bara rugl og hafði ekkert upplýsingagildi. Hæstaréttardómur er fallinn - málflutningi er lokið. Fréttamenn geta flutt fréttir af málsvörn sakborninga og málflutningi þeirra fyrir dómi meðan réttarhald stendur yfir, en þegar hæstiréttur hefur kveðið upp dóm, þá er málflutningi lokið. Nú er hlutverk fréttamanna að skýra dóminn fyrir almenningi og kalla til sérfróða og hlutlausa aðila - en það á ekki að bjóða okkur upp á að hlusta á annað eins og það sem boðið var upp á í kvöld.“ Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir: „Eins gott að ég vinn ekki lengur á fjölmiðlum. Mitt mat hefði líka verið að reyna að ná viðtali í beinni við Sigurð Einarsson í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í einu af fréttnæmustu dómsmálum seinni ára. Þori að hengja mig upp á að Boga var ókunnugt um ástandið þegar honum var svo hleypt í loftið og gat ekki klippt á hann þegar hann heyrði í honum... En reyndi augljóslega að stytta.“Viðtalið sem Sigurður Einarsson veitti fréttastofu Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Og meðal þeirra sem leggja orð í belg á vegg Helgu eru fyrrum fjölmiðlamennirnir Hjálmar Hjálmarsson sem spyr: „Síðan hvenær þarf allt að vera í beinni?“ Og Jón Axel Ólafsson sem segir: „Pródúsentinn hefði aldrei átt að láta þetta gerast.“ Og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segir að ekki þurfi „mjög glögga manneskju til að heyra á fréttaviðtalinu við hann á Stöð 2 að ekki var allt í lagi, það hefði átt að duga ruv til að sleppa þessu viðtali. Hér er hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna ekki er talað við lögfræðinga þessara manna, það eru þeir sem eiga að fara í viðtal.“ Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður segist hins vegar alls ekki sammála Ólínu í sérstakri Facebookfærslu: „Ég er alls ekki sammála Ólínu. Ég hneykslast ekki á þessu viðtali. Sigurður samþykkti greinilega að vera tekinn í viðtal (en hinir þrír væntanlega ekki). Ef eitthvað er upp á Boga að klaga þá er það kannski það að hann skyldi ekki hafa slúttað því eitthvað aðeins fyrr, eða um leið og hann varð þess var að maðurinn var ekki viðræðuhæfur. En það munaði ekki miklu, hann slúttaði því samt tiltölulega fljótlega. Og ekki fyrr en hann hafði gefið manninum 2 eða 3 tækifæri til að svara spurningum. Lét á reyna.“ Og Hjörtur Hjartarson kynningarstjóri skrifar: „Mér skilst að Bogi Ágústsson fréttamaður eigi að sitja af sér dóm Sigurðar Einarssonar vegna þess að Sigurður reyndist drukkinn þegar hann svaraði símtali í beinni útsendingu. - Meðlíðan og réttlætiskennd þjóðarinnar bregst ekki þegar ráðist er á lítilmagnann.“Menn voru furðu fljótir að komast að þeirri niðurstöðu að Bogi hafi notið reynslu sinnar og höndlað erfiðar kringumstæður vel.Bogi þótti standa sig frammúrskarandi vel Fjölmargir velta fyrir sér frammistöðu Boga, þegar ljóst þótti að Sigurður var ekki alveg í sama tempói og umfjöllun fréttastofunnar hafði gert ráð fyrir. Og almennt er niðurstaðan sú að Bogi hafi staðið sig frammúrskarandi vel og notið reynslu sinnar við þessar erfiðu aðstæður. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir: „Bogi Ágústsson er einn okkar reyndasti sjónvarpsmaður og það er ég viss um að hann harmar það viðtal sem tekið var við Sigurð Einarsson í kvöldfréttum RUV. Úr því sem komið var leysti hann fagmannlega úr stöðunni sem upp var komin.“ Og Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra og sjónvarpsfréttamaður segir: „Hárrétt, Sveinn Andri. Bogi gerði þetta eins vel og mögulegt var. Hjá þeim sem gagnrýna hann harkalega gildir það, að hægara er um að tala en í að komast. Ég lenti einu sinni í því í beinni útsendingu að spyrill með mér mætti og var við skál. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en útsending , - bein - var hafin. Ég gat ekkert gert annað en hleypa honum eins lítið að og mögulegt var.“ Á Facebook er til hópur sem heitir Fjölmiðlanördar og þar sem menn reyna að ræða eitt og annað sem snýr að fjölmiðlum. Og Tinna Ólafsdóttir spyr: „Hvað segja siðareglurnar um að taka viðtal við drukkið fólk?“ Fjölmargir taka þátt í þeirri umræðu og sitt sýnist hverjum. Aðalheiður Ámundadóttir framkvæmdastjóri þingflokks Pírata segir: „Ég giska á að rætt hafi verið við hann i dag um símaviðtal og hann hefur svo hellt rækilega í sig fyrir útsendingu. Boga tókst ágætlega að díla við þetta finnst mér. Reyndi að ljúka þessu eins fljótt og unnt var, án þess beinlínis að skella á manninn...“ Þórhallur Jósepsson fyrrverandi fréttamaður segir ábúðarfullur að viðtöl af þessu tagi eigi ekki að vera í beinni. Fréttamaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson segir: „Það er ALDREI gert viljandi. Það náðist samband við hann rétt fyrir útsendingu, hann sagði tvær setningar, sirka: "Já, ég er reiðubúinn í viðtal" og því heyrði fréttamaðurinn ekkert athugavert í röddinni fyrr en það var of seint.“ Og Baldvin Þór Bergsson segir: „Það geta reyndar verið tæknilegar ástæður sem að minnsta kosti útskýra hluta af þessu. En svo getur vel verið að hann hafi verið í glasi. Það þarf ekki mikið til að hljóma dauðadrukkinn í beinni.“ Facebook var með öðrum orðum undirlögð í vangaveltum um þetta viðtalsbrot.Eftir tilfinningalegt uppnám á Facebook eru hinir orðheppnu í essinu sínu.Grínararnir taka sinn snúning á málinu Alltaf þegar svona tilfinningalegt uppnám verður á Facebook, í kjölfar almennrar hneykslunar og fordæmingar koma grínararnir fram á sjónarsviðið, og á Facebook er nóg af slíkum. Andri Þór Sturluson ritstjóri Sannleikans lætur sjaldan sitt eftir liggja í þeim efnum: „Það má þakka Sigurði Einarssyni fyrir það að nú veit maður hvernig einhver sem er fullur eftirsjár hljómar.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri kann að koma orðum að því einnig: „Siðfullur er nýyrði sem ég kynni nú til sögunnar.“ Haukur Már Haraldsson fyrrverandi kennari upplýsir að: „Dóttirin hringdi frá Gambíu einmitt þegar fulli kallinn var að byrja að þrugla. Ekki gat ég skellt á stelpuna, svo ég missti af frægasta rövli síðustu missera.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir stjórnmálamaður er á svipuðum nótum: „Ég missti af fulla kallinum. Saga lífs míns.“ Örnólfur Árnason þýðandi slær einnig á létta strengi: „Ég heyrði ekki betur en að Bogi væri bláedrú þegar hann talaði við Sigurð.“ Og Hjörtur Hjartarson svarar: „Það rann af honum þegar Sigurður svaraði.“ Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir: „Heyrði gott dæmi um muninn á því að vera á línunni og að vera á snúrunni.“ Ómar Valdimarsson fyrrverandi blaðamaður er stóískur þegar hann segir: „Menn hafa sjálfsagt lent á blindafylleríi af minna tilefni...“ En, Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda er ekki skemmt: „Meðvirkni og undirlægjuháttur landans hefur náð epískum hæðum í kvöld hér á Facebook,“ þá með vísan til þeirra sem vörðu Sigurð og Kaupþingsmenn, og deildu á þá sem grínuðust með viðtalið. Bragi Valdimar Skúlason auglýsingamaður þykir öðrum mönnum fyndnari og hann segir: „Hvað sem þið gerið, ekki láta Sigurð fá númerið á útvarpi Sögu núna!“ Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tilfinningalegt uppnám og í kjölfarið hneykslan braust út á Facebook í gærkvöldi í kjölfar viðtals við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann, sem í gær hlaut fjögurra ára fangelsisdóm; einn þann þyngsta sem fallið hefur á Íslandi í efnahagsbrotamálum. Sjónvarpsfréttir RÚV fjölluðu skilmerkilega um Al Thani-málið í gærkvöldi og rúsínan í pylsuendanum átti að vera viðtal við Sigurð Einarsson, einn hinna fjögurra sem fengu dóm í hæstarétti í gær. Viðtal Boga Ágústssonar við Sigurð gekk brösuglega, illa heyrðist í Sigurði og varla hægt að skilja hvað hann sagði. Áhorfendur heyrðu ekki betur en Sigurður væri drukkinn og braust út mikil hneykslan á Facebook í kjölfarið. (Meðfylgjandi neðst er hljóðskrá sem Nútíminn birti og geta lesendur lagt mat á það sjálfir hvort meta beri manninn drukkinn." Helgi Seljan sjónvarpsmaður skrifaði einfaldlega „Úff...“ um leið og viðtalið fór í loftið og Hallgrímur Helgason rithöfundur var með þeim fyrstu til að tjá sig um málið: „Kaupdrinking – beyond normal drinking.“ Fjölmargir veltu því fyrir sér hvort Sigurður hafi verið drukkinn? Í raun var ekki mikið um það að segja í sjálfu sér þannig að fljótlega snérist umræðan um hvort rétt hafi verið af Boga og RÚV að ræða við manninn? Í raun er óvíst hvað fréttastofa RÚV ætlaði að fá fram í örstuttu símaviðtali við Sigurð í beinni útsendingu, nema show-ið, og show-ið fengu þau en kannski ekki eins og ætlað var.Eftir fyrstu bylgju hneykslunar snéri fólk tali að því hvort réttlætanlegt hafi verið að ræða við Sigurð?Átti RÚV að ræða við manninn? Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, tjáði sig um „Hið svokallaða „viðtal“ við Sigurð Einarsson,“ eins og hún orðar það og telur um að ræða „hrapalleg mistök af hálfu fréttastofunnar. Skólabókardæmi um ritstjórnarmistök. Mér er alveg sama þó að maðurinn hafi birst á Stöð-2 skömmu áður. Að ræða við dæmdan mann sem er í augljósu ójafnvægi í beinni útsendingu, nánast í sama mund og þungur dómur fellur í hæstarétti, það er ekki alveg í lagi. Enda sýndi sig að viðtalið var bara rugl og hafði ekkert upplýsingagildi. Hæstaréttardómur er fallinn - málflutningi er lokið. Fréttamenn geta flutt fréttir af málsvörn sakborninga og málflutningi þeirra fyrir dómi meðan réttarhald stendur yfir, en þegar hæstiréttur hefur kveðið upp dóm, þá er málflutningi lokið. Nú er hlutverk fréttamanna að skýra dóminn fyrir almenningi og kalla til sérfróða og hlutlausa aðila - en það á ekki að bjóða okkur upp á að hlusta á annað eins og það sem boðið var upp á í kvöld.“ Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir: „Eins gott að ég vinn ekki lengur á fjölmiðlum. Mitt mat hefði líka verið að reyna að ná viðtali í beinni við Sigurð Einarsson í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í einu af fréttnæmustu dómsmálum seinni ára. Þori að hengja mig upp á að Boga var ókunnugt um ástandið þegar honum var svo hleypt í loftið og gat ekki klippt á hann þegar hann heyrði í honum... En reyndi augljóslega að stytta.“Viðtalið sem Sigurður Einarsson veitti fréttastofu Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Og meðal þeirra sem leggja orð í belg á vegg Helgu eru fyrrum fjölmiðlamennirnir Hjálmar Hjálmarsson sem spyr: „Síðan hvenær þarf allt að vera í beinni?“ Og Jón Axel Ólafsson sem segir: „Pródúsentinn hefði aldrei átt að láta þetta gerast.“ Og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segir að ekki þurfi „mjög glögga manneskju til að heyra á fréttaviðtalinu við hann á Stöð 2 að ekki var allt í lagi, það hefði átt að duga ruv til að sleppa þessu viðtali. Hér er hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna ekki er talað við lögfræðinga þessara manna, það eru þeir sem eiga að fara í viðtal.“ Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður segist hins vegar alls ekki sammála Ólínu í sérstakri Facebookfærslu: „Ég er alls ekki sammála Ólínu. Ég hneykslast ekki á þessu viðtali. Sigurður samþykkti greinilega að vera tekinn í viðtal (en hinir þrír væntanlega ekki). Ef eitthvað er upp á Boga að klaga þá er það kannski það að hann skyldi ekki hafa slúttað því eitthvað aðeins fyrr, eða um leið og hann varð þess var að maðurinn var ekki viðræðuhæfur. En það munaði ekki miklu, hann slúttaði því samt tiltölulega fljótlega. Og ekki fyrr en hann hafði gefið manninum 2 eða 3 tækifæri til að svara spurningum. Lét á reyna.“ Og Hjörtur Hjartarson kynningarstjóri skrifar: „Mér skilst að Bogi Ágústsson fréttamaður eigi að sitja af sér dóm Sigurðar Einarssonar vegna þess að Sigurður reyndist drukkinn þegar hann svaraði símtali í beinni útsendingu. - Meðlíðan og réttlætiskennd þjóðarinnar bregst ekki þegar ráðist er á lítilmagnann.“Menn voru furðu fljótir að komast að þeirri niðurstöðu að Bogi hafi notið reynslu sinnar og höndlað erfiðar kringumstæður vel.Bogi þótti standa sig frammúrskarandi vel Fjölmargir velta fyrir sér frammistöðu Boga, þegar ljóst þótti að Sigurður var ekki alveg í sama tempói og umfjöllun fréttastofunnar hafði gert ráð fyrir. Og almennt er niðurstaðan sú að Bogi hafi staðið sig frammúrskarandi vel og notið reynslu sinnar við þessar erfiðu aðstæður. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir: „Bogi Ágústsson er einn okkar reyndasti sjónvarpsmaður og það er ég viss um að hann harmar það viðtal sem tekið var við Sigurð Einarsson í kvöldfréttum RUV. Úr því sem komið var leysti hann fagmannlega úr stöðunni sem upp var komin.“ Og Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra og sjónvarpsfréttamaður segir: „Hárrétt, Sveinn Andri. Bogi gerði þetta eins vel og mögulegt var. Hjá þeim sem gagnrýna hann harkalega gildir það, að hægara er um að tala en í að komast. Ég lenti einu sinni í því í beinni útsendingu að spyrill með mér mætti og var við skál. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en útsending , - bein - var hafin. Ég gat ekkert gert annað en hleypa honum eins lítið að og mögulegt var.“ Á Facebook er til hópur sem heitir Fjölmiðlanördar og þar sem menn reyna að ræða eitt og annað sem snýr að fjölmiðlum. Og Tinna Ólafsdóttir spyr: „Hvað segja siðareglurnar um að taka viðtal við drukkið fólk?“ Fjölmargir taka þátt í þeirri umræðu og sitt sýnist hverjum. Aðalheiður Ámundadóttir framkvæmdastjóri þingflokks Pírata segir: „Ég giska á að rætt hafi verið við hann i dag um símaviðtal og hann hefur svo hellt rækilega í sig fyrir útsendingu. Boga tókst ágætlega að díla við þetta finnst mér. Reyndi að ljúka þessu eins fljótt og unnt var, án þess beinlínis að skella á manninn...“ Þórhallur Jósepsson fyrrverandi fréttamaður segir ábúðarfullur að viðtöl af þessu tagi eigi ekki að vera í beinni. Fréttamaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson segir: „Það er ALDREI gert viljandi. Það náðist samband við hann rétt fyrir útsendingu, hann sagði tvær setningar, sirka: "Já, ég er reiðubúinn í viðtal" og því heyrði fréttamaðurinn ekkert athugavert í röddinni fyrr en það var of seint.“ Og Baldvin Þór Bergsson segir: „Það geta reyndar verið tæknilegar ástæður sem að minnsta kosti útskýra hluta af þessu. En svo getur vel verið að hann hafi verið í glasi. Það þarf ekki mikið til að hljóma dauðadrukkinn í beinni.“ Facebook var með öðrum orðum undirlögð í vangaveltum um þetta viðtalsbrot.Eftir tilfinningalegt uppnám á Facebook eru hinir orðheppnu í essinu sínu.Grínararnir taka sinn snúning á málinu Alltaf þegar svona tilfinningalegt uppnám verður á Facebook, í kjölfar almennrar hneykslunar og fordæmingar koma grínararnir fram á sjónarsviðið, og á Facebook er nóg af slíkum. Andri Þór Sturluson ritstjóri Sannleikans lætur sjaldan sitt eftir liggja í þeim efnum: „Það má þakka Sigurði Einarssyni fyrir það að nú veit maður hvernig einhver sem er fullur eftirsjár hljómar.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri kann að koma orðum að því einnig: „Siðfullur er nýyrði sem ég kynni nú til sögunnar.“ Haukur Már Haraldsson fyrrverandi kennari upplýsir að: „Dóttirin hringdi frá Gambíu einmitt þegar fulli kallinn var að byrja að þrugla. Ekki gat ég skellt á stelpuna, svo ég missti af frægasta rövli síðustu missera.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir stjórnmálamaður er á svipuðum nótum: „Ég missti af fulla kallinum. Saga lífs míns.“ Örnólfur Árnason þýðandi slær einnig á létta strengi: „Ég heyrði ekki betur en að Bogi væri bláedrú þegar hann talaði við Sigurð.“ Og Hjörtur Hjartarson svarar: „Það rann af honum þegar Sigurður svaraði.“ Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir: „Heyrði gott dæmi um muninn á því að vera á línunni og að vera á snúrunni.“ Ómar Valdimarsson fyrrverandi blaðamaður er stóískur þegar hann segir: „Menn hafa sjálfsagt lent á blindafylleríi af minna tilefni...“ En, Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda er ekki skemmt: „Meðvirkni og undirlægjuháttur landans hefur náð epískum hæðum í kvöld hér á Facebook,“ þá með vísan til þeirra sem vörðu Sigurð og Kaupþingsmenn, og deildu á þá sem grínuðust með viðtalið. Bragi Valdimar Skúlason auglýsingamaður þykir öðrum mönnum fyndnari og hann segir: „Hvað sem þið gerið, ekki láta Sigurð fá númerið á útvarpi Sögu núna!“
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira