Erlent

Norskir múslimar mynduðu friðarhring fyrir gyðinga

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Ríflega þúsund norskir múslimar komu saman á friðarvöku í Osló í kvöld. Viðburðurinn var táknrænn og myndaður var friðarhringur umhverfis bænahús gyðinga í borginni. Þannig tóku þeir sem mynduðu friðarhringinn afstöðu gegn gyðingahatri.

Viðburðurinn er haldinn í kjölfar árásanna í Danmörku um síðastliðna helgi, þar sem tveir biðu bana og fimm særðust. Árásir í garð trúarhópa hafa aukist að undanförnu og var friðarhringurinn því sagður eins konar mannlegur skjöldur minnihlutahópa í samfélaginu.

Hugmyndina að gjörningnum fékk sautján ára stúlka, Hajrad Arshad, en hún segir friðarvökuna vera lið í að kveða niður fordóma gegn múslimum og gyðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×