Erlent

Mikill eldur í háhýsi í Dúbaí

Bjarki Ármannsson skrifar
Eldurinn náði til um sextíu hæða.
Eldurinn náði til um sextíu hæða. Vísir/AP
Ekki er talið að neinn hafi farist þegar mikill eldur logaði í háhýsi í Dúbaí í nótt. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín en ekki er enn vitað hvað olli brunanum.

Byggingin kallast Kyndillinn og er ein allra hæsta íbúðarblokk heims, 336 metrar. Líkt og myndefni af samskiptamiðlum sýnir breiddist eldurinn hratt út milli hæða og ekki hjálpaði rokið til.

Í samtali við BBC lýsa sjónarvottar því að brak úr byggingunni hafi fallið allt í kring og jafnvel ofan á aðrar byggingar. Eldurinn náði til um það bil sextíu hæða en að lokum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×