Erlent

Ótrúlegar myndir frá björgun bresku gæslunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Neyðarkall barst á þriðjudagsmorguninn eftir að sjór byrjaði að leka inn í bátinn Iuda Naofa.
Neyðarkall barst á þriðjudagsmorguninn eftir að sjór byrjaði að leka inn í bátinn Iuda Naofa. Mynd/MCA
Breska landhelgisgæslan hefur birt myndband frá björgun fimm sjómanna af írskum bát sem sökk undan eyjunni Lewis, vestur af Skotlandi.

Neyðarkall barst á þriðjudagsmorguninn eftir að sjór byrjaði að leka inn í bátinn Iuda Naofa.

Í frétt Belfast Telegraph segir að þyrla hafi verið send á staðinn og voru þrír mannanna hífðir upp og fóru undir læknishendur vegna ofkælingar. Hinum tveim var bjargað um borð í nálægan bát.

Sjá má myndband af björgunaraðgerðinni og þegar báturinn sekkur að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×