Erlent

Lagði hald á tvær milljónir ála

Atli Ísleifsson skrifar
Álarnir eru nú í vörslu sædýrasafnins í borginni Varna sem stendur við Svartahaf. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Álarnir eru nú í vörslu sædýrasafnins í borginni Varna sem stendur við Svartahaf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Búlgarski tollurinn lagði nýverið hald á um tvær milljónir álaseiða á flugvellinum í höfuðborginni Sofíu.

Álarnir eru nú í vörslu sædýrasafnins í borginni Varna sem stendur við Svartahaf.

Í frétt SVT kemur fram að tveir Kínverjar hafi verið handteknir vegna málsins og eru grunaðir um að hafa reynt að smygla fiskunum frá Madríd í átta frauðplastspakkningum.

Evrópski állinn er í útrýmingarhættu og er bannað að versla með fiskinn án sérstakrar heimildar. Að sögn búlgarska tollsins er fiskurinn seldur í sumum Asíuríkjum fyrir um 200 þúsund krónur kílóið.


Tengdar fréttir

Höfuð álsins aldna fannst í frystinum

Sænsku sérfræðingarnir sem leituðu að höfði álsins sem hafði verið 155 ár í brunni á Skáni hafa fundið höfuðið í frysti rannsóknarstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×