Erlent

Verður fyrsti tvíkynhneigði ríkisstjóri Bandaríkjanna

ingvar haraldsson skrifar
Kate Brown, verður fyrsti opinberlega tvíkynhneigði ríkisstjóri í sögu Bandaríkjanna þegar hún verður svarin í embætti ríkisstjóra Oregon á miðvikudag.
Kate Brown, verður fyrsti opinberlega tvíkynhneigði ríkisstjóri í sögu Bandaríkjanna þegar hún verður svarin í embætti ríkisstjóra Oregon á miðvikudag. vísir/ap
Kate Brown, verður fyrsti opinberlega tvíkynhneigði ríkisstjóri í sögu Bandaríkjanna þegar hún verður svarin í embætti ríkisstjóra Oregon á miðvikudag.

Brown mun taka við embætti af John Kitzhaber, sem hefur sagt af sér vegna hneykslismáls í tengslum við ráðgjöf sem unnusta hans Cylvia Hayes veitti Oregon.

Brown á að baki langan feril sem stjórnmálamaður innan Oregon. Hún hóf störf sem þingmaður á ríkisþingi Oregon árið 1991. „Þetta er sorgardagur fyrir Oregon en ég er viss um að löggjafinn sé tilbúinn til samstarfs um að koma Oregon áfram,“ hefur CNN eftir Brown.



Brown, sem gift er karlmanni, hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum LGBT fólks í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×