Fleiri kvartanir vegna ferðaþjónustu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 22:21 Ferðamenn gæða sér á landsins gæðum. Vísir/Anton Brink Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00